Sk8roots hjólabrettanámskeið

Sk8roots hjólabrettanámskeið Sk8roots hjólabrettanámskeið

Hjólabrettanámskeið fyrir ungmenni í Reykjanesbæ

Í sumar verðum við með tvö námskeið, eitt fyrir byrjendur og annað fyrir lengri komna

Námskeið fyrir byrjendur stendur frá 16. júní til 16.júlí og námskeið fyrir lengri komna verður frá 21. júlí til 13. ágúst.

 

Á námskeiðinu verður farið yfir sögu hjólabretta, jafnvægisæfingar, byggingu hjólabrettapalla, styrktaræfingar fyrir hjólabrettaiðkendur og tækniæfingar á brettinu.

Sk8roots námskeiðin eru sett upp svo þau henti öllum einstaklingum en að auki er mikill félagslegur og líkamlegur ávinningur af námskeiðunum.

Leiðbeinandi námskeiðisins er Hugo Hoffmeister en Hugo hefur stundað íþróttina í 25 ár og hefur meðal annars starfað sem atvinnumaður á hjólabretti.

Námskeiðið fer fram á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 13:00-15:00 í 88 húsinu.

 

Skráning fer fram á netfangið fjorheimar@reykjanesbaer.is eða í 88 húsinu við Hafnargötu 88, 230 Reykjanesbæ.

Frestur til að skrá sig á byrjendanámskeið er til 12. júní.

Frestur til að skrá sig á námskeið fyrir lengri komna er 17. júlí.

Verð á námskeið eru 10.000 krónur.

 

Fyrir nánari upplýsingar um dagskrá námskeiðsins og annarra upplýsinga er hægt að hafa samband við Hugo Hoffmeister, hjólabrettaleiðbeinanda eða Aron Frey Kristjánsson, forstöðumann Fjörheima og 88 hússins í síma 891-9101/421-8890.

Nánari upplýsingar

fjorheimar@reykjanesbaer.is