Leikjanámskeið við Seltjörn !

Leikjanámskeið við Seltjörn ! Leikjanámskeið við Seltjörn ! Leikjanámskeið við Seltjörn !

Skemmtigarðurinn heldur skemmtilegt sumar og leikjanámskeið við Seltjörn í Reykjanesbæ.

Námskeiðið er haldið við útivistarsvæðið Seltjörn við Grindavíkur afleggjara.
Í námskeiðinu erum við að dvelja úti í náttúrunni þar sem við leikum okkur í þeim vinsælu afþreyingum sem Skemmtigarðurinn hefur boðið upp á síðustu ár.
Þar má nefna Kajak kennsla (eingöngu eldri hópurinn), hópeflisleikir, lasertag, bogfimi, spjaldtölvuleikir, frísbígolf og margt fleira.

Hver dagur er byggður upp að við leikum okkur saman í margskonar fjöri, borðum nesti í hádeginu og endum daginn aftur í leik.
Síðasta daginn verður uppskeruhátíð þar sem grillaðar verða pylsur og búið til candyfloss.

Hvert námskeið eru 5 dagar í senn og fleiri námskeið verða í boði ef lágmarksfjölda er náð.

Námskeiðið er tvískipt:
8-11 ára
​Byrja kl 09:00
12-14 ára
​Byrja kl 10:00

8-11 ára námskeiðið er frá 09:00 - 13:00
12-14 ára námskeiðið er frá 10:00 - 14:00

Júní:
1. námskeið: 8. - 12. Júní
2. námskeið: 22. - 26. Júní

Júlí:
3. námskeið: 6. - 10. Júlí

Ágúst:
4. námskeið: 10. - 15. Ágúst

*takmarkað pláss í boði


Verð:
19.500 kr á hvert barn
ATH - Hægt er að fá niðurgreiðslu á námskeiðinu með Hvatagreiðslum frá Reykjanesbæ.
Greiða þarf þá fyrir námskeiðið og afhenda kvittun á skrifstofu Reykjanesbæjar.

Innifalið í námskeiðinu:
Matur síðasta daginn.
Skutl til og frá Bónus Reykjanesbæ Fitjum - rútan leggur af stað um leið og námskeiðið á að byrja. Annað hvort kl 09:00 eða kl: 10:00

Það sem börnin þurfa að taka með sér:
Útiföt eftir veðri og góða skó.
Föt til skiptanna, handklæði.
Nesti fyrir 4 daga - á föstudeginum verða grillaðar pylsur.

Skilmálar:
Ef lágmarksþátttaka næst ekki 4 dögum fyrir námskeið þá áskilur Skemmtigarðurinn sér rétt að fella niður námskeiðið og þátttökugjald endurgreitt.
Ef hámarksþátttöku er náð þá er hægt að skrá börnin á biðlista með því að senda póst á info@skemmtigardur.is
Skemmtigarðurinn Grafarvogi áskilur sér rétt til notkunar á myndum af börnunum meðan námskeiðinu stendur. Myndbirtingar eru í samræmi við lög og reglur persónuverndar.

Nánari upplýsingar

www.skemmtigardur.is/leikjanamskeidreykjanesbae.html