Bókasafn Reykjanesbæjar kynnir !

Bókasafn Reykjanesbæjar kynnir !

Laugardagar eru fjölskyldudagar í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Spilum saman: Annan laugardag hvers mánaðar eru hin ýmsu borðspil tekin fram og fjölskyldur hvattar til að mæta og spila saman. Fyrsta spilastund vetrarins er laugardaginn 8. september

Litum saman: Þriðja laugardag hvers mánaðar eru fjölbreyttar litabækur, blöð og litir í boði fyrir alla fjölskylduna. Það getur haft hugleiðandi áhrif að lita. Fyrsta litastund vetrarins er laugardaginn 15. september.

Notaleg sögustund með Höllu Karen: Síðasta laugardag hvers mánaðar kl. 11.30 les Halla Karen og syngur fyrir börn og fullorðna. Halla Karen Guðjónsdóttir hefur lengi verið í Leikfélagi Keflavíkur og segir sögur á leikrænan hátt. Sögustund Höllu Karenar er með vinsælli viðburðum í bókasafninu og alltaf mikil gleði hjá yngstu kynslóðinni.

Bókabíó: Síðasta föstudag hvers mánaðar kl. 16. 30 er haldið Bókabíó í miðju bókasafnsins þar sem sýnd er mynd sem hefur verið gerð eftir bók. Sýndar eru barna-, unglinga- og fjölskyldumyndir.

Heilakúnstir: Sjálfboðaliðar á vegum Rauða Kross Suðurnesja bjóða upp á heimanámsaðstoð fyrir börn í 4.-10. bekk grunnskóla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.30-16 í allan vetur. Ekki þarf að skrá sig og eru allir velkomnir. Fyrsta Heilakúnstin er þriðjudaginn 11. september.

Foreldramorgnar: Á fimmtudögum kl.11 eru Foreldramorgnar í Bókasafni Reykjanesbæjar. Boðið er upp á fræðsluerindi annan hvern fimmtudag og notalegt spjall hinn fimmtudaginn. Öll fræðsluerindi tengjast foreldrahlutverkinu og barnauppeldi á einhvern hátt og eru mæður og feður ungra barna sem og verðandi foreldrar hjartanlega velkomin. Foreldramorgnar hafa verið mjög vinsælir meðal foreldra í fæðingarorlofi. Fyrsti Foreldramorgunn vetrarins er fimmtudaginn 6. september.

 

Nánari upplýsingar

reykjanesbaer.is/bokasafn